Framsóknarfjölmiðlun Starri Reynisson skrifar 13. desember 2019 12:45 Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Starri Reynisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar