Rústuðu Jets í nótt og sáu síðan sjálfir um sjónvarpsviðtalið eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:30 Mark Ingram bauð upp á hvert slanguryrðið á fætur öðru í viðtali sínu við Lamar Jackson eftir leikinn. Skjámynd/FoxSports Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok. Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið. Lamar breaks the single-season rushing record by a QB.@Ravens win the AFC North for the 2nd consecutive year.@Lj_era8 & @markingram21 joined the #TNF postgame set on @nflnetwork! pic.twitter.com/E6RPo4x8Ao— NFL (@NFL) December 13, 2019 Leikstjórnandinn Lamar Jackson steig eitt risaskrefi í viðbót nær því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar með því að eiga fimm snertimarkssendingar í leiknum og bæta einnig metið yfir flesta hlaupajarda hjá leikstjórnanda á einu tímabili. Lamar Jackson bætti met átrúnaðargoðsins síns Michael Vick en Lamar er kominn með 1189 hlaupajarda á leiktíðinni. Met Vick var 1039 jardar. Lamar hefur einnig sent 33 snertimarkssendingar á félaga sína sem er það mesta í deildinni í vetur. Touchdown, @SethTRoberts! #RavensFlock@Lj_era8 has 13 completions. Four of them are touchdown passes to four different receivers! : #NYJvsBAL on @NFLNetwork | @NFLonFOX | @PrimeVideo How to watch: https://t.co/I6INVckndXpic.twitter.com/kbuu6En8sA— NFL (@NFL) December 13, 2019 Hlauparinn Mark Ingram átti einnig flottan dag og skoraði tvö af snertimörkum Ravens liðsins en alls skoruðu fimm mismunandi leikmenn Baltimore Ravens snertimörk eftir sendingar frá Lamar Jackson. Þeir Lamar Jackson og Mark Ingram voru teknir í sjónvarpsviðtal eftir leikinn og það breyttist seinna í það að sjónvarpskonan Erin Andrews steig til hliðar og Mark Ingram tók viðtalið sjálfur við Lamar. Það má sjá það hér fyrir neðan. Það má enginn missa af endinum á viðtalinu eða þegar Mark Ingram sendir boltann aftur niður upp í myndverið. The @Ravens are SO fun and this postgame interview proves it pic.twitter.com/WSlf7yECAL— Yahoo Sports (@YahooSports) December 13, 2019 NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok. Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið. Lamar breaks the single-season rushing record by a QB.@Ravens win the AFC North for the 2nd consecutive year.@Lj_era8 & @markingram21 joined the #TNF postgame set on @nflnetwork! pic.twitter.com/E6RPo4x8Ao— NFL (@NFL) December 13, 2019 Leikstjórnandinn Lamar Jackson steig eitt risaskrefi í viðbót nær því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar með því að eiga fimm snertimarkssendingar í leiknum og bæta einnig metið yfir flesta hlaupajarda hjá leikstjórnanda á einu tímabili. Lamar Jackson bætti met átrúnaðargoðsins síns Michael Vick en Lamar er kominn með 1189 hlaupajarda á leiktíðinni. Met Vick var 1039 jardar. Lamar hefur einnig sent 33 snertimarkssendingar á félaga sína sem er það mesta í deildinni í vetur. Touchdown, @SethTRoberts! #RavensFlock@Lj_era8 has 13 completions. Four of them are touchdown passes to four different receivers! : #NYJvsBAL on @NFLNetwork | @NFLonFOX | @PrimeVideo How to watch: https://t.co/I6INVckndXpic.twitter.com/kbuu6En8sA— NFL (@NFL) December 13, 2019 Hlauparinn Mark Ingram átti einnig flottan dag og skoraði tvö af snertimörkum Ravens liðsins en alls skoruðu fimm mismunandi leikmenn Baltimore Ravens snertimörk eftir sendingar frá Lamar Jackson. Þeir Lamar Jackson og Mark Ingram voru teknir í sjónvarpsviðtal eftir leikinn og það breyttist seinna í það að sjónvarpskonan Erin Andrews steig til hliðar og Mark Ingram tók viðtalið sjálfur við Lamar. Það má sjá það hér fyrir neðan. Það má enginn missa af endinum á viðtalinu eða þegar Mark Ingram sendir boltann aftur niður upp í myndverið. The @Ravens are SO fun and this postgame interview proves it pic.twitter.com/WSlf7yECAL— Yahoo Sports (@YahooSports) December 13, 2019
NFL Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira