Corbyn ekki í brúnni í næstu kosningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:11 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, var að vonum ánægður í nótt þegar útgönguspár báru með sér stórsigur flokksins. Getty/Chris J Ratcliffe Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08