Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 22:08 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira