Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 09:59 Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal. landsbjörg Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær en hans er enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina.Sjá einnig: Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Reiknað er með að hóparnir úr Reykjavík verði komnir til Akureyrar um klukkan tíu en hópar frá Blönduósi eru komnir á slysstað. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Vísir/hjalti Einnig verða aðgerðastjórnendur frá suðvesturhorninu sendir norður með flugi klukkan tíu. „Bæði til að aðstoða við leitina og aðstoða á svæðinu til að koma innviðum í samt horf,“ segir Jónas. Rafmganslaust hefur verið víða á Norðurlandi síðustu sólarhringa vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Krapi, snjór og snjóflóðahætta Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Hún er nú til taks á Akureyri. Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, lenti aftur í Reykjavík í morgun.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30