Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 00:26 Simon Coveney (t.h.) er ekki par sáttur með fullyrðingar Boris Johnson (t.v.) í sambandi við áhrif Brexit á viðskipti við Norður-Írland. getty/ Jack Taylor Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04