Útherjinn Antonio Brown gæti verið að komast í nýtt lið í NFL deildinni en hann æfði með New Orleans Saints á dögunum.
Brown var mikið í sviðsljósinu í upphafi tímabilsins þegar fyrrverandi þjálfari hans sakaði hann um kynferðislega áreitni.
Brown neitaði sök í málinu en hann er undir rannsókn hjá NFL deildinni vegna málsins og hefur verið án liðs frá því að New England Patriots létu hann fara.
Það er ekki ljóst hvort og hvenær hann megi spila ef hann fær samning hjá liði í deildinni og vilja forráðamenn Saints fá það á hreinu áður en gengið verður frá samkomulagi.
„Við erum bara að vinna heimavinnuna okkar,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, um æfinguna sem Brown var boðið á.
Þar voru líka fimm aðrir úthejar.
„Við tökum ferlið að fá nýja leikmenn inn mjög alvarlega og fáum menn alltaf til okkar til þess að sjá hvernig þeir passa inn í liðið.“
New Orleans Saints er komið í úrslitakeppni deildarinnar og gæti Brown hjálpað þeim þar, fái hann að spila.

