Það er sunnudagur til sælu á Stöð 2 Sport í dag með íþróttaveislu frá hádegi og fram á nótt. Úrslitin ráðast í NFL deildinni og mönnum fækkar hratt á HM í pílukasti.
Dagurinn hefst í London á HM í pílukasti þar sem 8-manna úrslitin eru að hefjast.
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen er enn í eldlínunni og hann mætir Darius Labanauskas í seinna hollinu í dag.
Það er ekki bara pílukast í gangi á Englandi því fótboltinn ræður þar ríkjum um jólahátíðina eins og alltaf. Huddersfield tekur á móti Blackburn í ensku Championship deildinni.
Huddersfield þarf að vinna til að halda sér frá fallbaráttunni en Blackburn á möguleika á að klifra í umspilssæti í þessari ótrúlega þéttu deild.
Síðasta umferð deildarkeppninnar í NFL fer fram um helgina. Það verður tvíhöfði á Stöð 2 Sport 2 eins og flesta sunnudaga í vetur.
New England Patriots tekur á móti Miami Dolphins og Houston Texans fær Tennessee Titans í heimsókn.
Patriots og Texans eru bæði örugg með sæti sitt í úrslitakeppninni en Tennessee á möguleika á sæti þar með sigri í Houston.
Upplýsingar um dagskrá sportrásanna má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
12:30 HM í pílukasti, Sport 2
14:55 Huddersfield - Blackburn, Sport
17:55 New England Patriots - Miami Dolphins, Sport 2
19:00 HM í pílukasti, Sport 2
21:20 Houston Texans - Tennessee Titans, Sport 2