Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 11:57 Ghislaine Maxwell vann lengi fyrir Epstein. Hún hefur verið sökuð um að hafa fundið stúlkur sem hann seldi síðan mansali og misnotaði. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56