Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið á Miklubraut seint á öðrum tímanum í nótt. Ökumaðurinn reyndist sextán ára og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi. Í bílnum voru þrír farþegar sem allir voru jafnaldrar ökumannsins. Ekki eru gefnar upplýsingar um lyktir málsins í dagbók lögreglu.
Þá hafði lögregla afskipti af manni í Fossvogi í nótt. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum.

