Innlent

Grunaður um innbrot og vörslu fíkniefna

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan.
Lögreglan. Vísir/Vilhelm

Það var heldur tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Klukkan hálf eitt var bifreið stöðvið við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegs eftir að hafa verið ekið gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda.

Á þriðja tímanum í nótt var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið akandi undir áhrifum áfengis.

Þá var maður handtekinn í Hafnarfirði laust eftir klukkan hálf fjögur í nótt grunaður um innbrot í bifreiðar, þjófnað og vörslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu og er málið til rannsóknar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×