Verksmiðjan hafnar því að nota nauðungarvinnu við jólakortagerð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 15:08 Florence Widdicombe með sambærilegt jólakort og skilaboðin fundust í. Vísir/AP Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar. Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar.
Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07