Bróðir NFL leikmanns stunginn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 22:30 C.J. Beathard og Jimmy Garoppolo, aðalleikstjórnandi San Francisco 49ers, fara yfir leikkerfi liðsins. Getty/ Michael Zagaris C.J. Beathard, varaleikstjórnandi NFL-liðsins San Francisco 49ers, fékk skelfilegar fréttir af bróður sínum rétt fyrir leik 49ers liðsins um helgina. Clayton Beathard, yngri bróðir C.J., var stunginn til bana fyrir utan bar í Nashville. Annar maður lést einnig af stungusárum í sömu árás en þessir tveir voru æskuvinir. Our thoughts and prayers are with @TuckerBeathard and his entire family. https://t.co/m9w0CGfi1m— CMT (@CMT) December 21, 2019 Beathards bræðurnir eiga bæði frægan afa og frægan pabba. Afi þeirra, Bobby Beathard, er í heiðurshöll fótboltans en hann var maðurinn á bak við fjóra Super Bowl meistara í starfi sínu sem framkvæmdastjóri í NFL-deildinni. Faðir þeirra, Casey Beathard, er kantrýtónlistarmaður sem hefur samið lög fyrir margar stórstjörnur sveitatónlistarinnar eins og Gary Allan, Billy Ray Cyrus, Trace Adkins, Kenny Chesney og Eric Church. Brother of NFL quarterback killed in stabbing outside a Nashville bar https://t.co/YKFb41NhyS— Post Sports (@PostSports) December 23, 2019 Clayton Beathard spilaði fótbolta með Long Island University en hann var 22 ára gamall. Með honum var hinn 21 árs gamli Paul Trapeni III, sem var einnig stunginn til bana. Tennessean blaðið hefur það eftir lögreglunni í Nashville að árásin á þá félagi hafi komið til vegna rifrildis um konu sem hafði byrjað inn á Dogwood barnum en endaði út á götu. Lögreglan leitar manns í tengslum við árásina en hefur ekki handtekið neinn. George Kittle has been with CJ Beathard since their Freshman years in college playing at Iowa. Kittle is extremely close with the Beathard family and he gets emotional as today was a very hard day for those who knew Clayton Beathard. pic.twitter.com/VbTS6jlKsR— TheSFNiners (@TheSFNiners) December 22, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
C.J. Beathard, varaleikstjórnandi NFL-liðsins San Francisco 49ers, fékk skelfilegar fréttir af bróður sínum rétt fyrir leik 49ers liðsins um helgina. Clayton Beathard, yngri bróðir C.J., var stunginn til bana fyrir utan bar í Nashville. Annar maður lést einnig af stungusárum í sömu árás en þessir tveir voru æskuvinir. Our thoughts and prayers are with @TuckerBeathard and his entire family. https://t.co/m9w0CGfi1m— CMT (@CMT) December 21, 2019 Beathards bræðurnir eiga bæði frægan afa og frægan pabba. Afi þeirra, Bobby Beathard, er í heiðurshöll fótboltans en hann var maðurinn á bak við fjóra Super Bowl meistara í starfi sínu sem framkvæmdastjóri í NFL-deildinni. Faðir þeirra, Casey Beathard, er kantrýtónlistarmaður sem hefur samið lög fyrir margar stórstjörnur sveitatónlistarinnar eins og Gary Allan, Billy Ray Cyrus, Trace Adkins, Kenny Chesney og Eric Church. Brother of NFL quarterback killed in stabbing outside a Nashville bar https://t.co/YKFb41NhyS— Post Sports (@PostSports) December 23, 2019 Clayton Beathard spilaði fótbolta með Long Island University en hann var 22 ára gamall. Með honum var hinn 21 árs gamli Paul Trapeni III, sem var einnig stunginn til bana. Tennessean blaðið hefur það eftir lögreglunni í Nashville að árásin á þá félagi hafi komið til vegna rifrildis um konu sem hafði byrjað inn á Dogwood barnum en endaði út á götu. Lögreglan leitar manns í tengslum við árásina en hefur ekki handtekið neinn. George Kittle has been with CJ Beathard since their Freshman years in college playing at Iowa. Kittle is extremely close with the Beathard family and he gets emotional as today was a very hard day for those who knew Clayton Beathard. pic.twitter.com/VbTS6jlKsR— TheSFNiners (@TheSFNiners) December 22, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira