Tugmilljónatjón Samherja í óveðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:12 Húsnæði Samherja á Dalvík. Vísir/Sigurjón Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum. Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15
Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00
Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14