Jólalegt fjárhús á bænum Strönd í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 19:15 Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira