Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 18:00 Anna Kristbjörg Jónsdóttir býr í húsinu en fjölskylda hennar er á hrakhólum eftir brunann. Vísir/Sigurjón Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna. Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna.
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels