Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:56 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára rekstri á næsta ári. Vísir/vilhelm Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira