Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 17:15 „Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni. Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
„Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni.
Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15