Varla hálfur spádómur völvunnar rættist Jakob Bjarnar skrifar 31. desember 2019 13:10 Sjálfsagt eru spádómar meira til gamans en hitt en varasamt getur reynst að spila með trúgjarnar sálir. getty Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár? Áramót Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
Hefð er fyrir því að fjölmiðlar, til dæmis Vikan og DV, birti um áramót spádóma ónefndrar völvu sem rýnir í kristalkúlu sína og gægist inn í framtíðina. Á þessum tímamótum er vaninn að staldra við, líta um öxl og velta því þá jafnframt fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér. Af sjálfu leiðir að þá er gósentíð spákvenna og karla. Nema, á tímum internets er tiltölulega auðvelt að kanna hvort völvan viti sínu viti en lausleg athugun Vísis, sem leit til spádóma Völvu DV sem birtist fyrir ári, sýnir að hún á sannarlega misjafna daga. Eiginlega virðist það á móti líkum hversu sjaldan hún hitti naglann á höfuðið og hefur hún, þessi tiltekna völva sem hér er nefnd til sögunnar, átt alveg sérlega vonda daga fyrir ári. Samkynhneigðir rapparar enn í skápnum Hér verða nokkur dæmi tekin af handahófi. Þannig lásu dyggir lesendur DV sér til líklega nokkurrar furðu og jafnvel ánægju að tveir ungir karlkyns rapparar myndu stíga fram og opinbera ástarsamband sitt á árinu 2019. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýsing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Þegar allt öllu er á botninn hvolft er nánast afrek að spá fyrir um hitt og þetta og ekkert af því kemur á daginn.visir/vilhelm/getty Hafi samkynhneigðir rapparar stigið út úr skápnum á árinu sem nú er að líða fór það algerlega ofan garðs og neðan en þeir hafa enn einn dag til að gefa sig fram. Verkalýðsleiðtogar hanga í hjónaböndum sínum Þá greindi völvan frá því að landsmenn mættu búa sig undir það að vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum tilkynni um hjónaskilnað sinn. „Tíðindin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opinberri umræðu í nokkrar vikur.“ Hafi einhverjir verkalýðsleiðtogar gengið í gegnum skilnað, þá hefur það farið afar hljótt öfugt við það sem völvan spáði. Þá voru það óneitanlega spennandi tíðindi sem völvan sá í sinni kristalkúlu með að þjóðþekktur Íslendingur myndi vekja gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stigi fram og greindi frá því að hann sé rangfeðraður. „Fleiri stíga fram í kjölfarið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfarið,“ sagði völvan þá. En landsmenn bíða enn hetjunni þeirri og hinni afhjúpandi og hollu umræðu hún á að skapa. Lostafulli ráðherrann lét lítið fyrir sér fara Ef fleiri dæmi eru skoðuð máttu þeir sem trúa á spádóma völvunnar búa sig undir það að lostafullur ráðherra myndi láta til sín taka á árinu sem nú er að líða með afgerandi hætti: „Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við samherja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Kannski hefur einhver hugmyndaríkur húmoristi á ritstjórninni sett upp spáhattinn og látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur?getty Málið verður allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu heldur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ sagði völvan. Eitt og annað má segja um ráðherra landsins en þetta létu þeir þó eiga sig. Klámmyndaleikkona hefur hægt um sig Öfugt við það sem þeir sem treysta á völvuna hefðu mátt ætla lét íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, lítið fyrir sér fara á árinu 2019. Völvan taldi sig hins vegar hafa heimildir fyrir því, úr óræðum víddum spádómanna, að Tindra Frost myndi setja allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Og engir Íslendingar í þessari atvinnugrein komu fram í dagsljósið: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri íslenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vettvangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Og Insta-parið sem átti að vera á hvers manns vörum, eftir að það opinberaði samband sitt og færi hamförum á síðum fjölmiðla sem nýtt og umdeilt ofurpar … árið 2020 er kannski þeirra ár?
Áramót Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira