Fótbolti

Heimir framlengir í Katar út árið 2021

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir gefur skipanir af hliðarlínunni.
Heimir gefur skipanir af hliðarlínunni. vísir/getty

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur framlengt samning sinn við katarska úrvalsdeildarliðið Al Arabi til ársloka 2021.

Forráðamenn félagsins ákváðu að nýta sér ákvæði í samningi Heimis og því ljóst að ánægja er með störf hans.

Heimir er á sínu öðru tímabili með liðið sem situr í 6.sæti deildarinnar um þessar mundir en tólf lið leika í úrvalsdeildinni í Katar.

Landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, er á mála hjá félaginu líkt og sveitungi hans, Birkir Bjarnason. Aron hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og í kjölfarið dalaði gengi liðsins verulega en Aron ætti að snúa aftur á völlinn fljótlega á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×