Úrslitakeppni NFL deildarinnar klár og lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs fengu óvænta hjálp frá Höfrungunum frá Miami og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. Getty/Jamie Squire Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019 NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira