Innlent

Elín­rós ráðin skóla­stjóri Öldu­sels­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Elínrós Benediktsdóttir.
Elínrós Benediktsdóttir. Reykjavíkurborg

Elínrós Benediktsdóttir hefur verið ráðinn skólastjóri Ölduselsskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að Elínrós hafi starfað við Ölduselsskóla um langa hríð.

Ölduselsskóli í Breiðholti.Reykjavíkurborg

„Hún lauk B.Ed. prófi árið 2001 og M.A. námi í mannauðsstjórnun árið 2016.

Hún hefur metnaðarfulla framtíðarsýn og hugmyndir um farsælt skólastarf sem byggir á samvinnu allra aðila skólasamfélagsins.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendafjöldi er u.þ.b 510 nemendur og starfsmenn skólans er um 80 talsins, þar af 47 kennarar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×