Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 20:47 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí. Skipulag Akureyri Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí.
Skipulag Akureyri Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira