Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans. Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans.
Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21