Verslunarmenn hafa aldrei séð annað eins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. maí 2020 07:00 Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Garðhúsgögn, heitir pottar og gasgrill rjúka nú út sem aldrei fyrr og trampólín eru uppseld. Verslunarmenn segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Þar sem lítið verður um utanlandsferðir í sumar ætla Íslendingar greinilega að eiga gleðistundir með fjölskyldunni úti í garði, í það minnsta ef marka má sölutölur hjá Rúmfatalagernum. Hallur Eiríksson verslunarstjóri segist ekki muna eftir svo mikilli sölu á garðhúsgögnum. „Ég er búin að vera hérna í fimmtán ár og ég held að þetta sé það mesta á þessum tíma. Fullt sem er uppselt en sem betur fer er meira á leiðinni svo við getum annað þessu.“ Þá er fjöldi fólks á biðlista eftir trampólíni. „Þau eru uppseld í bili en það er nú að fara að koma meira sem betur fer af því,“ segir Hallur. Rafhlaupahjólin minna á útlönd Frá því í lok mars hafa viðskiptavinir Elko þurft að bíða í röð fyrir utan búðina til að komast inn. Þetta hefur verið daglegt brauð, og staðan iðulega sú sama allan daginn. „Það er tíföld sala í rafmagsnhlaupahjólum, það er mikil aukning í gasgrillum. Það er svo sem búið að vera gott veður síðustu tíu daga,“ segir Berglind R. Guðmundsdóttir, innkaupastjóri Elko. Hún telur að hlaupahjólin minni fólk á útlönd. „Það er ekki eins og við séum að fara langt í sumar þannig að þetta gefur smá, kannski ferðanostalgíu fyrir suma.“ Útlandapeningunum eytt í heitan pott Þeir sem elska að fara í heitan pott, slaka á og njóta deyja sko ekki ráðalausir þó að sundlaugar hafi verið lokaðar síðustu vikurnar. Salan á heitum pottum hefur aldrei verið meiri. „Þetta er bara kreisí. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég er búinn að vera að selja potta frá 2006 og þetta er bara það mesta sem ég hef upplifað,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra potta. Kristján hefur selt á þriðja hundrað potta frá því í byrjun mars. „Fyrst og fremst er fólk að sækja meira í að vera heima með fjölskyldunni. Þetta Covid hefur haft gríðarleg áhrif,“ segir Kristján. Þá sé fólk að fjárfesta í heitum potti með peningum sem hefði átt að verja í utanlandsferð. Fjöldi potta er nú uppseldur hjá Kristjáni en það er nóg á leið til landsins. „Það eru nokkir tugir gáma á leiðinni til landsins. Þannig að það er nóg til.“ Þá ætla margir að hjóla í sumar eins og sjá má á röðum fyrir utan hjólaverslanir. Og þá er einnig greinilegt að margir ætla í útilegu í sumar. Útileguvörur eru strax farnar að rjúka úr hillunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira