Innlent

Fullur á lyftara í vinnunni suður með sjó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með að starfsmaðurinn missi réttindi sín tímabundið verði hann dæmdur fyrir ölvun við störf á lyftara. Myndin er úr safni.
Reikna má með að starfsmaðurinn missi réttindi sín tímabundið verði hann dæmdur fyrir ölvun við störf á lyftara. Myndin er úr safni. Unsplash/Elevate

Starfsmaður á lyftara hjá fyrirtæki á Suðurnesjum gæti átt á hættu að missa vinnuna eftir að hafa verið handtekinn við vinnu sína. Viðkomandi er grunaður um ölvun en hann sat við stýrið á lyftaranum þegar lögreglu bar að garði. Var einstaklingurinn fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram.

Hvorki kemur fram nákvæmlega hvenær eða hvar á Suðurnesjum handtaka lögreglunnar fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×