Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 19:00 Fulltrúar á Barnaþingi ályktuðu um allt milli himins og jarðar eins og fram kemur í nýrri skýrslu um þingið. Vísir/Vilhelm Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira