Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 13:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræðir um breytingar á stjórnarskrá á fundi starfshóps hans í febrúar. AP/Alexei Druzhinin Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár. Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Sérstök ákvæði verða um guðstrú og að hjónabönd séu aðeins á milli gagnkynhneigðs fólks í stjórnarskrá Rússlands verði Vladímír Pútín forseta að vilja sínum. Pólitískir andstæðingar Pútín telja að tillögum hans um breytingar á stjórnarskrá sé ætlað að tryggja honum áframhaldandi völd eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Hjónabönd samkynhneigðra yrðu út úr myndinni fái breytingartillögur sem Pútín lagði fram í gær brautargengi. Til stendur að þær verði sendar til þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Ríkisstjórn Pútín hefur áður beitt sér gegn samkynhneigðu fólki, meðal annars með banni við svonefndum „samkynhneigðum áróðri“ sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fordæmt. Þeim lögum hefur verið beitt til að ofsækja baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Rússlandi. Á meðal ákvæðanna sem Pútín vill fá í stjórnarskrána er viðurkenning á „forfeðrum sem létu okkur eftir hugsjónir sínar og trú á guði“. Sú tillaga er runnin undan rifjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ólöglegt að leggja til að Krímskaga verði skilað Tillögur Pútín fela einnig í sér að það verði bannað í stjórnarskrá að láta eftir landsvæði sem nú heyrir undir Rússland. Það ákvæði er talið eiga að herða tök Rússa á Krímskaga í Úkraínu sem þeir innlimuðu árið 2014 og á Kúrileyjum sem Japanir gera tilkall til. Samkvæmt tillögunni yrði einnig ólöglegt fyrir nokkurn að leggja það til að landsvæði verði látið eftir. Bannað verður að gerða lítið úr framlagi Sovétríkjanna sálugu í síðari heimsstyrjöldinni. Ákvæðinu er sagt ætlað að verja „sögulegan sannleik“ og að banna að „gera lítið úr hetjulegri vörn þjóðarinnar á móðurjörðinni“. Sjá einnig: Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti tillögur Pútín um stjórnarskrárbreytingar í janúar. Ákvæðin sem Pútín leggur nú til var bætt við áður en þingið hefur aðra endurskoðun tillagnanna í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við að þingið, þar sem bandamenn Pútín ráða ríkjum, afgreiði tillögurnar þegar í næstu viku. Pútín hefur nú verið við völd í meira en tuttugu ár og er þaulsetnasti leiðtogi landsins frá því að alræðisherrann Jósef Stalín stýrði Sovétríkjunum með járnhnefa á 20. öld. Tillögurnar sem Pútín kynnti óvænt í janúar færa ýmis völd forseta til þingsins. Margir telja að þeim sé ætla að gera honum kleift að halda um valdataumana eftir að sex ára kjörtímabili hans lýkur eftir fjögur ár.
Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira