Misnotkun á opinberum styrkjum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 8. maí 2020 07:30 Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun