Við erum öll ferðaþjónusta - „Sjálfu-stöng” eða veiðistöng? Ýmir Björgvin Arthúrsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun