Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 14:39 Slakað verður á sumum takmörkunum vegna faraldursins í París á mánudag. Stjórnvöld ráðleggja fólki að hjóla frekar en að nota almenningssamgöngur til þess að draga úr mannmergð þar. AP/Francois Mori Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira