Evrópa þá og nú Stefanía Reynisdóttir skrifar 9. maí 2020 08:00 Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun