Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. maí 2020 08:30 Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun