Arion banki í bulli Tómas Guðbjartsson skrifar 9. maí 2020 14:26 Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson United Silicon Reykjanesbær Umhverfismál Íslenskir bankar Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun