Ráku skipstjóra flugmóðurskips sem kallaði eftir hjálp vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 07:47 Flugmóðurskipið, Theodore Roosevelt. EPA/ANTHONY N. HILKOWSKI Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sjóher Bandaríkjanna lækkaði skipstjóra flugmóðurskipsins Theodore Roosevelt um tign í gær og færði hann úr stöðu sinni. Með því var honum refsað fyrir leka bréfs sem hann sendi til yfirmanna sinna og annarra vegna fjölda smita Covid-19 um borð í flugmóðurskipinu. Thomas Modly, yfirmaður sjóhersins, sagði í gær að skipstjórinn Brett Crozier hefði sýnt slæma dómgreind varðandi það hve „víða“ bréfinu hafi verið dreift. Ekki bara til nánustu yfirmanna Corzier. Bréfið var sent í gegnum hefðbundnar leiðir og sjóherinn er ekki að saka Crozier sjálfan um að leka því til fjölmiðla. Heldur um að tryggja ekki að því yrði ekki lekið, samkvæmt frétt Reuters. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir bréfið og birtu grein um það á þriðjudaginn, degi eftir að það var sent. Í bréfinu bað Crozier sjóherinn um hjálp vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, um borð í flugmóðurskipinu. Flugmóðurskipið var þá við bryggju í Gvam en minnst hundrað sjóliðar höfðu smitast af veirunni. Rúmlega fjögur þúsund manns voru í áhöfn skipsins og vildi Crozier hjálp við að koma smituðum og öðrum sem sýndu einkenni í sóttkví í landi. Slíkt væri ekki hægt um borð í flugmóðurskipinu vegna mikillar nándar og plássleysis. „Við erum ekki í stríði. Sjóliðar þurfa ekki að deyja. Ef við bregðumst við núna, við erum ekki að sjá um okkar helstu auðlind, sjóliðana,“ skrifaði Corzier í bréfið. „Að halda fjögur þúsund ungum mönnum og konum um borð í TR er ónauðsynleg áhætta og fer gegn því trausti sem þau bera til mína um að tryggja hag þeirra.“ Modley sagði í kjölfarið að yfirmenn sjóhersins hafi verið búnir að heyra af vandanum og hefðu verið að vinna í honum. Þeirra vandamál hafi verið að ekki væri nóg af rúmum í Gvam til að flytja sjóliðana í land. Hann sagði það sem væri sérstaklega pirrandi við bréfið, væri að vegna þess liti út fyrir að sjóherinn og ríkisstjórnin væri ekki að bregðast við vanda áhafnar flugmóðurskipsins og það væri ekki rétt. Brett Crozier, fyrrverandi skipstjóri USS Theodore Roosevelt.EPA/Sean Lyn Um þúsund sjóliðar voru þó fluttir í land á miðvikudaginn og settir í sóttkví. Það var degi eftir að bréfið varð opinbert. Til stendur að senda 2.700 sjóliða í sóttkví á næstu dögum. Alls hafa 114 greinst með veiruna en Modley segir þá líklega skipta hundruðum, samkvæmt frétt Defense One, miðils sem sérhæfir sig í fréttum um herafla Bandaríkjanna. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa tekið þá ákvörðun að halda upplýsingum um fjölda smita meðal hermanna og sjóliða leyndum. Markmiðið er að tryggja að andstæðingar Bandaríkjanna. Ákvörðunin um að lækka Corzier í tign hefur gagnrýnd af Demókrötum sem segja um hefndaraðgerð að ræða. Verið sé að refsa skipstjóranum fyrrverandi fyrir að standa vörð um öryggi sjóliða sinna. Þá sýni ákvörðunin fram á að sjóherinn hafi meiri áhyggjur af því að líta illa út en að tryggja öryggi sjóliða. Joe Biden, sem er með mikið forskot í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í vetur, segir að verið sé að skjóta sendiboðann og að yfirmenn sjóhersins hafi sýnt dómgreindarleysi. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner, varaformaður leyniþjónustumálanefndar deildarinnar, sagði skipstjórann fyrrverandi vera föðurlandsvin sem hafi reynt að standa vörð um hag áhafnar sinnar. „Ég skil ekki af hverju refsa ætti einhverjum fyrir það, sérstaklega þegar svo mörg líf eru í húfi,“ sagði Warner.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Meira en hundrað staðfest smit um borð í bandarísku herskipi Skipstjóri kjarnorkuflugvélamóðurskips þar sem meira en 100 skipverjar eru smitaðir af kórónuveirunni biðlaði á mánudag til yfirmanna Bandaríska sjóhersins að koma upp aðstöðu þar sem allir skipverjar hans gætu farið í sóttkví í von um að koma í veg fyrir dauðsföll meðal skipverja. 31. mars 2020 18:31