Prófsteinn á okkur og samfélagið okkar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 3. apríl 2020 09:45 Starfsfólk bæjarfélagsins hefur staðið vaktina síðustu daga og vikur við mjög svo óvenjulegar og krefjandi aðstæður. Það hefur staðið vörð um grunnstoðir samfélagsins okkar í Hafnarfirði – leyst úr flóknum viðfangsefnum og verkefnum á undraskömmum tíma – og séð til þess að það gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er við erfiðar aðstæður. Fyrir það ber að þakka. COVID-19 er ákveðinn prófsteinn á okkur sem einstaklinga og samfélagið okkar í heild; hvernig við bregðumst við, stöndum saman og virðum og skiljum hvert annað. Með slíkri samstöðu munum við vinna okkur úr þeim erfiðleikum sem þessu fylgir. Aðgerðaáætlun samþykkt í bæjarstjórn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar taldi brýnt að bregðast við þeirri krefjandi stöðu sem samfélagið okkar stendur nú frammi fyrir með hröðum og markvissum aðgerðum. Á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl var samþykkt aðgerðaáætlun í 11 liðum til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Hér er um að ræða fyrstu aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar, sem ætlað er að tryggja rekstur bæjarfélagsins og koma til móts við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök. Aðgerðaáætlunin er fjölbreytt, tekur til margra sviða og hefur það að markmiði að lágmarka þá niðursveiflu sem óumflýjanleg er og standa vörð um þjónustu bæjarfélagsins. Um aðgerðir þessar hefur ríkt þverpólitísk samstaða innan bæjarstjórnar sem hefur jafnframt gefið það út að ef þörf reynist á frekari aðgerðum sé ekkert því til fyrirstöðu að aðgerðaáætlunin verði tekin til endurskoðunar. -Hér má nánar lesa um aðgerðaáætlunina í heild og einstaka aðgerðir. Sterkari saman Þetta er tímabundið ástand, en því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í samfélaginu okkar og um heim allan. Við erum að upplifa tíma sem hafa áhrif á okkar daglega líf um stund og þeir reyna á okkur öll. Það hefur vakið eftirtekt mína hversu mikil samstaða og skilningur er á þessum tímum og mikið traust er til þeirra sem helstu ákvarðanir taka. Við erum í þessu saman. Með hækkandi sól mun aftur birta til. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk bæjarfélagsins hefur staðið vaktina síðustu daga og vikur við mjög svo óvenjulegar og krefjandi aðstæður. Það hefur staðið vörð um grunnstoðir samfélagsins okkar í Hafnarfirði – leyst úr flóknum viðfangsefnum og verkefnum á undraskömmum tíma – og séð til þess að það gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er við erfiðar aðstæður. Fyrir það ber að þakka. COVID-19 er ákveðinn prófsteinn á okkur sem einstaklinga og samfélagið okkar í heild; hvernig við bregðumst við, stöndum saman og virðum og skiljum hvert annað. Með slíkri samstöðu munum við vinna okkur úr þeim erfiðleikum sem þessu fylgir. Aðgerðaáætlun samþykkt í bæjarstjórn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar taldi brýnt að bregðast við þeirri krefjandi stöðu sem samfélagið okkar stendur nú frammi fyrir með hröðum og markvissum aðgerðum. Á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl var samþykkt aðgerðaáætlun í 11 liðum til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Hér er um að ræða fyrstu aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar, sem ætlað er að tryggja rekstur bæjarfélagsins og koma til móts við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök. Aðgerðaáætlunin er fjölbreytt, tekur til margra sviða og hefur það að markmiði að lágmarka þá niðursveiflu sem óumflýjanleg er og standa vörð um þjónustu bæjarfélagsins. Um aðgerðir þessar hefur ríkt þverpólitísk samstaða innan bæjarstjórnar sem hefur jafnframt gefið það út að ef þörf reynist á frekari aðgerðum sé ekkert því til fyrirstöðu að aðgerðaáætlunin verði tekin til endurskoðunar. -Hér má nánar lesa um aðgerðaáætlunina í heild og einstaka aðgerðir. Sterkari saman Þetta er tímabundið ástand, en því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í samfélaginu okkar og um heim allan. Við erum að upplifa tíma sem hafa áhrif á okkar daglega líf um stund og þeir reyna á okkur öll. Það hefur vakið eftirtekt mína hversu mikil samstaða og skilningur er á þessum tímum og mikið traust er til þeirra sem helstu ákvarðanir taka. Við erum í þessu saman. Með hækkandi sól mun aftur birta til. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun