Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 19:00 Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi. Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi.
Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira