Tækju Flynn aftur með opnum örmum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 22:25 Mike Pence, varaforseti, (t.v.) með Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, (t.h.) í febrúar árið 2017. Flynn entist innan við mánuð í starfi, skemur en nokkur annar þjóðaröryggisráðgjafi. Ástæðan fyrir afsögninni var sögð sú að hann laug að Pence og alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Vísir/EPA Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega. Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Dómsmálaráðuneytið ákvað að draga ákæru gegn Flynn til baka í síðustu viku þrátt fyrir að hann hefði játað sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæruna á hendur Flynn er umdeild. Flynn laug að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneskan sendiherra og leynileg málafylgjustörf fyrir tyrknesk stjórnvöld árið 2017. Hann játaði sök fyrir dómi í tvígang og gerði samkomulag við saksóknara um að veita rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa samvinnu. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk í fyrra hefur Flynn reynt að draga játningu sína til baka og haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris alríkislögreglunnar, dómsmálaráðuneytisins og hans eigin lögmanna við upphaf málsins. Trump forseti hefur gefið sterklega í skyn að hann gæti náðað Flynn. Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu ráðuneytisins um að málið gegn Flynn verði fellt niður. Fordæmalaust er sagt að dómsmálaráðuneytið felli niður mál þar sem sakborningur hefur játað sök og halda gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar því fram að William Barr, dómsmálaráðherra, gangi pólitískra erinda Trump með ákvörðuninni í máli Flynn. Í viðtali við netmiðilinn Axios í dag sagði Pence að hann tæki Flynn fagnandi aftur inn í ríkisstjórn Trump. Flynn var látinn segja af sér í febrúar árið 2017 fyrir að ljúga að Pence um samskiptin við rússneska sendiherrann. Trump hefur áður sagt að hann myndi íhuga að ráða Flynn aftur. „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, varaði Trump sérstaklega við því að ráða fyrrverandi herforingjann Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa sinn á sínum tíma. Ástæðan var meðal annars störf Flynn fyrir tyrknesk stjórnvöld sem hann gaf ekki upp opinberlega.
Rússarannsóknin Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8. maí 2020 12:27
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent