Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:07 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir alla sammála um að fara þessa leið. Það hafi verið ákveðið eftir djúpa umræðu þar sem málið var skoðað frá mörgum hliðum. Hér er Víðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira