Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson er fertugur í dag. Í tilefni af því fóru þau Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóri FM957, og útvarpskonan Krístin Ruth Jónsdóttir heim til hans eldsnemma í morgun og vöktu hann með miklum látum og sprenginum.
Egill býr í Kópavogi ásamt kærustu sinni, Gurrý Jónsdóttur, og dóttur þeirra Evu Malen.
Rikki mætti með trommusett og Kristín Ruth var með konfettisprengju sem rigndi yfir Egil er hann vaknaði.
Hér að neðan má sjá upptöku af atvikinu.