Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 20:32 Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru tímabundið í hálfu starfi vegna sóttvarnaráðstafana í faraldrinum. Samherji ætlar að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem þeir fengu þar sem reksturinn gekk betur en útlit var fyrir. Vísir/Egill Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá Samherja sem á bæði félögin kemur fram að þegar hafi verið gripið til ráðstafana til þess að endurgreiða ríkissjóða hlutabæturnar sem starfsmönnum í skertu starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins voru greiddar. Starfsmenn í vinnslu á Akureyri og Dalvík voru um tíma í 50% starfshlutfalli eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og gripið var til sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Stjórnendur Samherja töldu sjálfsagt að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda þegar fyrirtæki voru hvött til að nýta sér hana frekar en að segja fólki upp störfum. Að sama skapi hafi stjórnendur talið eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn af röskun á starfseminni þegar ljóst var að reksturinn gekk betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins. Ýmis fyrirtæki hafa undanfarið greint frá því að þau ætli að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem starfsmönnum þeirra voru greidd. Sum þeirra höfðu sætt gagnrýni fyrir að greiða eigendum sínum arð eða kaupa upp eigin hlutabréf á sama tíma og þau nutu aðstoðar ríkisins í faraldrinum. Þannig hafa fyrirtæki eins og Festi og Össur sagst ætla að endurgreiða hlutabæturnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55 Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40
Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun vegna endurgreiðslu hlutabótaleiðarinnar Eignarhaldsfélagið Festi hefur haft samband við Vinnumálastofnun með það að markmiði að endurgreiða þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. 12. maí 2020 18:55
Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. 12. maí 2020 16:16
KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49