Ráðherra talinn hafa afbakað niðurstöður Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 13:19 Barr dómsmálaráðherra þótti gera lítið úr þeim niðurstöðu Mueller sem sýndu Trump forseta í neikvæðu ljósi, bæði þegar hann sagði frá meginniðurstöðunum í mars í fyrra og aftur daginn sem skýrslan var gerð opinber í apríl. AP/Susan Walsh Alríkisdómari í Bandaríkjunum fór hörðum orðum um hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, greindi frá niðurstöðum rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump í fyrra. Ætlar dómarinn að fara sjálfur yfir óritskoðaða útgáfu skýrslu Mueller og saksóknara hans. Barr sætti nokkurri gagnrýni þegar hann dró saman niðurstöður skýrslu Mueller um rannsóknina áður en skýrslan í heild sinni var gerð opinber. Þótti dómsmálaráðherrann hafa gert minna úr niðurstöðum saksóknaranna sem komu Trump forseta illa en efni stóðu til. Sérstaki rannsakandinn sendi Barr jafnvel bréf þar sem hann lýsti óánægju með að lýsingar hans hefðu valdið „ruglingi“ um niðurstöður rannsóknarinnar. Reggie B. Walton, alríkisdómari í Washington-borg, tók undir þá gagnrýni í úrskurði í máli þar sem vefsíðan Buzzfeed og félagasamtök krefjast birtingar óritskoðaðrar útgáfu Mueller-skýrslunnar á grundvelli upplýsingalaga í gær. Sagði dómarinn að Barr væri ekki treystandi í málinu vegna „ósamræmis“ á milli yfirlýsinga ráðherrans um efni skýrslunnar og raunverulegs innihalds hennar, að sögn New York Times. Barr hefði að hans mati haft uppi „misvísandi opinberar yfirlýsingar“ um niðurstöðurnar. Sjá einnig: Sagður hegða sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra Taldi dómarinn að sá „skortur á hreinskilni“ græfi undan trúverðugleika annarra fullyrðinga Barr og dómsmálaráðuneytisins um skýrsluna. Raunverulegar spurningar væru uppi um hvort að ráðherrann hafi vísvitandi reynt að hafa áhrif á opinbera umræðu um skýrsluna til að hjálpa Trump forseta þrátt fyrir vissar niðurstöður sem komi fram í óritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Trump forseti vísaði í yfirlýsingar Barr þegar hann fullyrti ranglega að skýrsla Mueller hefði „hreinsað hann af allri sök“. Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrði rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.Vísir/EPA Spyr sig hvort Barr hafi viljað skapa einhliða frásögn Niðurstaða Mueller var að ekki hefði verið sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í beinu samráði við útsendarar rússneskra stjórnvalda um að brjótast inn í tölvupósta Demókrataflokksins og leka þeim. Í skýrslunni er þó lýst hvernig þónokkrir starfsmenn framboðsins voru í samskiptum við Rússa og voru áhugasamir um að þiggja hjálp frá þeim. Varðandi hvort að Trump forseti hefði gerst sekur um að hindra framgang rannsóknarinnar ákvað Mueller að taka ekki afstöðu. Ástæðan var sú að hann og saksóknarar hans töldu sig bundna af áliti dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller þess í stað saman ellefu atriði sem túlka mætti sem tilraunir Trump til að leggja stein í götu rannsóknarinar. „Þó að þessi skýrsla komist ekki að þeirri niðurstöðu að forsetinn hafi framið glæp hreinsar hún hann heldur ekki af sök,“ skrifaði Mueller í skýrslu sína. Walton dómari taldi að Barr hefði reynt að þyrla upp ryki um umfang tengsla Trump-framboðsins við Rússa í opinberum yfirlýsingum sínum fyrir birtingu skýrslunnar. Þannig hafi Barr aðeins sagt að ekki hafi fundist sannanir fyrir samráði þeirra en ekki getið allra dæmanna um samskipti sem Mueller lýsti. Sjá einnig: Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Þá taldi dómarinn að Barr hefði ekki gert almenningi grein fyrir samhengi ákvörðunar Mueller um að taka ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og að það hefði verið vegna lögfræðiálits ráðuneytisins. Barr sagði aðeins að Mueller hefði ekki tekið afstöðu og tilkynnti um leið að hann hefði sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann. „Það með hversu miklum flýti Barr dómsmálaráðherra birti almenningi samantekt um helstu niðurstöður sérstaka rannsakandans Mueller ásamt þeirri staðreynd að Barr dómsmálaráðherra brást í að leggja fram nægilega ítarlega kynningu á niðurstöðunum í skýrslu Mueller vekur upp spurningar hjá réttinum um hvort að ætlun Barr dómsmálaráðherra hafi verið að búa til einhliða frásögn um Mueller-skýrsluna, frásögn sem er greinilega í sumum atriðum efnislega í andstöðu við ritskoðaða útgáfur Mueller-skýrslunnar,“ skrifaði Walton í áliti sínu. Walton var skipaður í embætti af George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta og repúblikana, árið 2001. William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta.Vísir/EPA Kannar hvort skýrslan hafi verið ritskoðuð af heilindum Telur dómarinn að ástæða sé til að spyrja hvort að þeir hlutar skýrslu Mueller sem dómsmálaráðuneytið lét sverta út þegar hún var birt opinberlega og það vill ekki gera opinbera nú hafi í raun verið fjarlægðir til að styðja við opinberan málflutning Barr um niðurstöður skýrslunnar. Ákvað Walton að fara yfir óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar til að ganga úr skugga um að ráðuneytið hafi ritskoðað skýrsluna af heilindum, að sögn Washington Post. Gaf hann ráðuneytinu frest þar til síðar í þessum mánuði til að láta hana af hendi. Talsmaður Barr og dómsmálaráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við New York Times og Washington Post í gær. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum fór hörðum orðum um hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, greindi frá niðurstöðum rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump í fyrra. Ætlar dómarinn að fara sjálfur yfir óritskoðaða útgáfu skýrslu Mueller og saksóknara hans. Barr sætti nokkurri gagnrýni þegar hann dró saman niðurstöður skýrslu Mueller um rannsóknina áður en skýrslan í heild sinni var gerð opinber. Þótti dómsmálaráðherrann hafa gert minna úr niðurstöðum saksóknaranna sem komu Trump forseta illa en efni stóðu til. Sérstaki rannsakandinn sendi Barr jafnvel bréf þar sem hann lýsti óánægju með að lýsingar hans hefðu valdið „ruglingi“ um niðurstöður rannsóknarinnar. Reggie B. Walton, alríkisdómari í Washington-borg, tók undir þá gagnrýni í úrskurði í máli þar sem vefsíðan Buzzfeed og félagasamtök krefjast birtingar óritskoðaðrar útgáfu Mueller-skýrslunnar á grundvelli upplýsingalaga í gær. Sagði dómarinn að Barr væri ekki treystandi í málinu vegna „ósamræmis“ á milli yfirlýsinga ráðherrans um efni skýrslunnar og raunverulegs innihalds hennar, að sögn New York Times. Barr hefði að hans mati haft uppi „misvísandi opinberar yfirlýsingar“ um niðurstöðurnar. Sjá einnig: Sagður hegða sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra Taldi dómarinn að sá „skortur á hreinskilni“ græfi undan trúverðugleika annarra fullyrðinga Barr og dómsmálaráðuneytisins um skýrsluna. Raunverulegar spurningar væru uppi um hvort að ráðherrann hafi vísvitandi reynt að hafa áhrif á opinbera umræðu um skýrsluna til að hjálpa Trump forseta þrátt fyrir vissar niðurstöður sem komi fram í óritskoðaðri útgáfu skýrslunnar. Trump forseti vísaði í yfirlýsingar Barr þegar hann fullyrti ranglega að skýrsla Mueller hefði „hreinsað hann af allri sök“. Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrði rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.Vísir/EPA Spyr sig hvort Barr hafi viljað skapa einhliða frásögn Niðurstaða Mueller var að ekki hefði verið sýnt fram á að framboð Trump hefði átt í beinu samráði við útsendarar rússneskra stjórnvalda um að brjótast inn í tölvupósta Demókrataflokksins og leka þeim. Í skýrslunni er þó lýst hvernig þónokkrir starfsmenn framboðsins voru í samskiptum við Rússa og voru áhugasamir um að þiggja hjálp frá þeim. Varðandi hvort að Trump forseti hefði gerst sekur um að hindra framgang rannsóknarinnar ákvað Mueller að taka ekki afstöðu. Ástæðan var sú að hann og saksóknarar hans töldu sig bundna af áliti dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Tók Mueller þess í stað saman ellefu atriði sem túlka mætti sem tilraunir Trump til að leggja stein í götu rannsóknarinar. „Þó að þessi skýrsla komist ekki að þeirri niðurstöðu að forsetinn hafi framið glæp hreinsar hún hann heldur ekki af sök,“ skrifaði Mueller í skýrslu sína. Walton dómari taldi að Barr hefði reynt að þyrla upp ryki um umfang tengsla Trump-framboðsins við Rússa í opinberum yfirlýsingum sínum fyrir birtingu skýrslunnar. Þannig hafi Barr aðeins sagt að ekki hafi fundist sannanir fyrir samráði þeirra en ekki getið allra dæmanna um samskipti sem Mueller lýsti. Sjá einnig: Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Þá taldi dómarinn að Barr hefði ekki gert almenningi grein fyrir samhengi ákvörðunar Mueller um að taka ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og að það hefði verið vegna lögfræðiálits ráðuneytisins. Barr sagði aðeins að Mueller hefði ekki tekið afstöðu og tilkynnti um leið að hann hefði sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann. „Það með hversu miklum flýti Barr dómsmálaráðherra birti almenningi samantekt um helstu niðurstöður sérstaka rannsakandans Mueller ásamt þeirri staðreynd að Barr dómsmálaráðherra brást í að leggja fram nægilega ítarlega kynningu á niðurstöðunum í skýrslu Mueller vekur upp spurningar hjá réttinum um hvort að ætlun Barr dómsmálaráðherra hafi verið að búa til einhliða frásögn um Mueller-skýrsluna, frásögn sem er greinilega í sumum atriðum efnislega í andstöðu við ritskoðaða útgáfur Mueller-skýrslunnar,“ skrifaði Walton í áliti sínu. Walton var skipaður í embætti af George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta og repúblikana, árið 2001. William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta.Vísir/EPA Kannar hvort skýrslan hafi verið ritskoðuð af heilindum Telur dómarinn að ástæða sé til að spyrja hvort að þeir hlutar skýrslu Mueller sem dómsmálaráðuneytið lét sverta út þegar hún var birt opinberlega og það vill ekki gera opinbera nú hafi í raun verið fjarlægðir til að styðja við opinberan málflutning Barr um niðurstöður skýrslunnar. Ákvað Walton að fara yfir óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar til að ganga úr skugga um að ráðuneytið hafi ritskoðað skýrsluna af heilindum, að sögn Washington Post. Gaf hann ráðuneytinu frest þar til síðar í þessum mánuði til að láta hana af hendi. Talsmaður Barr og dómsmálaráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við New York Times og Washington Post í gær.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent