Nemendum rétt hjálparhönd í Covid-fári Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2020 09:35 Guðrún Eydís Arnarsdóttir við tökur á námsefni sem nú býðst grunnskólanemum sér að kostnaðarlausu. Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira