Komu fólki til aðstoðar vegna ófærðar í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:39 Flest verkefni Landsbjargar í nótt sneru að ófærð. Landsbjörg Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Björgunarsveitafólk Landsbjargar hafði í nógu að snúast í nótt og voru um 50 manns að störfum fram á morgun. Flest verkefni þeirra sneru að ófærð og var mikið að gera á Suðurhluta landsins. Enn eru að berast tilkynningar um ökumenn í vandræðum. Fólk er hvatt til að forðast öll óþarfa ferðalög. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir verkefnin oft hafa verið fleiri. Þau hafi hins vegar gengið hægt og það hafi verið björgunarsveitafólki erfitt að komast á leiðarenda. Snjókoma hafi verið mikil, skyggni ekkert og ófærðin eftir því. Einhverja bíla þurfti að skilja eftir og koma ökumönnum í skjól. Fjórir voru til að mynda fluttir í fjöldahjálparstöð á Laugarvatni. Þar lauk björgunarsveitafólk störfum um klukkan sex í morgun. Þá voru einnig útköll vegna ófærðar á Hellisheiði og Suðurstrandavegi. Sjá einnig: Aftakaveður í dag og ófært víða Í morgun var kallað eftir aðstoð við að koma heilbrigðisstarfsfólki til og frá vinnu á Suðurlandi, í Hveragerði og á Selfossi. Þar er ófærð mikil innanbæjar. Lögreglan á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður þar og biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni þar sem er mjög þungfært. Upp úr klukkan sjö í morgun var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum. Þar höfðu ökumenn lent í vandræðum vegna innanbæjarófærðar. Þar að auki bárust tilkynningar um foktjón á Siglufirði.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55 Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20 Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Laugarvatni vegna fjögurra ungmenna Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 4. apríl 2020 23:55
Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs 4. apríl 2020 21:20
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27