„Finnst við stundum orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:00 Íslenska landsliðið hefur farið á tvö síðustu stórmót og er tveimur umspilsleikjum frá því að komast á það þriðja. VÍSIR/DANÍEL „Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
„Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira