Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 14:05 Leitarskipin fóru víða um miðjan mánuðinn. Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir „miklum vonbrigðum“ með að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar segir að með því að gefa út rannsóknarkvóta hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum. Þar að auki hefði verið hægt að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Ekki gefið tilefni til að opna fyrir veiðar Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða síðustu vikurnar, en upp úr miðjum febrúar voru þau sex, fleiri en nokkru sinni fyrr. Leitin hefur ekki verið gefið tilefni til að opna fyrir veiðar. Sjá einnig: Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Í yfirlýsingu sveitarstjórnanna segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland. Því verði stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Vilja aukin fjárframlög „Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku,“ segir í yfirlýsingunni. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Fjarðabyggð Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir „miklum vonbrigðum“ með að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar segir að með því að gefa út rannsóknarkvóta hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum. Þar að auki hefði verið hægt að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir þetta árið. Ekki gefið tilefni til að opna fyrir veiðar Fjöldi skipa hafa haldið til loðnuveiða síðustu vikurnar, en upp úr miðjum febrúar voru þau sex, fleiri en nokkru sinni fyrr. Leitin hefur ekki verið gefið tilefni til að opna fyrir veiðar. Sjá einnig: Sex skip lögð upp í þriðju loðnuleitina Í yfirlýsingu sveitarstjórnanna segir að það sé ekki síður áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum fyrir Ísland. Því verði stjórnvöld að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknarstofnun það kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Vilja aukin fjárframlög „Ekki síst var það mikið áfall að heyra að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að stofnunin gæti vaktað loðnuna og hegðun hennar nú. Þá geta áðurtalin sveitarfélög, sem byggja afkomu sína að stóru leiti á uppsjávarveiðum, ekki sætt sig við þau svör sem þau hafa fengið frá ráðherra í fjölmiðlum um að þau þurfi að taka á sig skellinn af loðnubresti ár eftir ár án nokkrar aðkomu eða umræðna við stjórnvöld um aðrar tímabundnar aðgerðir til að mæta slíkum áföllum. Þá er rétt að hafa í huga að áföll sem þessi hafa ekki bara áhrif á rekstur sveitarfélaganna heldur líka fyrirtækja í þeim sem og almennings og það á að vera samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitastjórna að mæta slíku,“ segir í yfirlýsingunni.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Fjarðabyggð Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira