Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2020 21:44 Víkurklettur sést fyrir miðri mynd en út frá honum verður varnargarðurinn lagður. Austustu húsin í Vík sjást neðst. Stöð 2/Einar Árnason. Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Katla með sinn jökulhjálm hefur löngum verið talin helsti ógnvaldur byggðarinnar í Vík. Saga Kötlugosa og einnig hermilíkan sem verkfræðistofan Vatnaskil gerði sýna að flóðbylgja niður Mýrdalssand, sambærileg hamfaraflóðinu árið 1918, gæti náð inn í þorpið. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason. „Það sýndi fram á það að það myndi fara hér vatn og aur inn í þorpið,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, í viðtali sem við tókum í fyrrasumar. Vegagerðin hefur núna boðið út gerð nýs varnargarðs sem reisa á móts við Víkurklett, sem er um einn kílómetra austan við þorpið. Tilboð verða opnuð 21. apríl. Horft frá bænum Höfðabrekku, þar sem Hótel Katla er, í átt til Víkur og Reynisfjalls. Varnargarðurinn verður reistur á milli Höfðabrekku og Víkur.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta eru smáaurar í stóra samhenginu vegna þess að það er talað um að tjónið verði á bilinu 8-15 milljarðar. Þessi varnargarður, það er gert ráð fyrir að hann kosti 100 til 120 milljónir, sem eru bara smáaurar,“ segir Þorbjörg. Varnargarðurinn verður að meðaltali tveggja til þriggja metra hár en jafnframt þarf að hækka hringveginn á 420 metra löngum kafla. Teikningin sýnir fyrirhugaða staðsetningu varnargarðsins austan Víkur.Mynd/Vatnaskil. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá bara sem allra fyrst. Þetta stoppar okkur líka svolítið í skipulagsmálum. Við erum svolítið bundin af því að vera ekki að reisa meira þarna útfrá áður en þessi varnargarður er kominn.“ Og sveitarstjóranum verður að ósk sinni því að varnargarðurinn á að vera tilbúinn fyrir 15. september í haust.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Katla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira