Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 19:00 Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. Upp úr klukkan átta um morgunninn síðast liðinn sunnudag voru þau Sigrún Líndal og Ásgeir Falk vakin af föður Ásgeirs, sem hafði búið með þeim um tíma. Þá var kominn mikill eldur í svefnherbergi sex ára gamals sonar þeirra. „Það var bara alelda, eina sem maður sér er bara eldur og rúmið allt í báli og fyrsta sem ég sé eru útlínur þarna inni og ég held að það sé strákurinn minn því ég sá hann hvergi þarna í kring. En síðan kemur hann þarna á milli okkar og hjartað fór að slá aftur,“ segir Ásgeir. Misstu allar eigur sínar Sonurinn, sem er sex ára, hafði fundið kveikjara, sem líktist dóti og kveikt í blaði inni í herberginu sínu. Hann náði þó að koma sér út úr herberginu í tæka tíð og allir komust út úr íbúðinni ómeiddir, einnig 2 ára sonur þeirra. Íbúðin er gjörónýt og allar eigur þeirra líka. „Öll raftæki sem maður er búin að kaupa, öll fötin okkar, allt dótið hjá strákunum, rúmin þeirra, giftingargjafir,“ segir Sigrún og bætir við að einnig hafi þau misst teikningar eftir strákana sína og aðrar persónulegar eigur. Íbúðin sem fjölskyldan bjó í var á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Grafarvogivísir/sigurjón Kenna sjálfum sér um Þau eru með innbústryggingu en hafa enn ekki fengið upplýsingar um hve mikið þau fá bætt. Þá hafa þau fengið mikla hjálp frá ýmsum aðilum og er mjög þakklát. Félagsbústaðir eiga íbúðina og er nú unnið að því að finna nýtt heimili handa þeim. Þau dvelja á hóteli á meðan. Sigrún er ófrísk og eiga þau von á barni í september. Næstu mánuðir fara í að safna í búið á ný. „Eldri strákurinn er niðurdreginn, þetta hefur tekið mikið á hann,“ segir Ásgeir. Þau hafi þó gert honum ljóst að þetta sé alls ekki honum að kenna. Þau kenna sjálfum sér í raun um og vilja vekja athygli á því hve hættulegt það geti verið ef börn komast í eldfæri. Áttu eftir að kaupa batterí í reykskynjarann „Við gerðum þau mistök að geyma þetta lengst inn á borðinu hjá okkur en hann náði samt í það. Krakkar eru mjög klókir í að ná í það sem þau vilja“ segir Ásgeir. „Sama hvað það er, bara aldrei geyma þar sem börn geta náð til,“ bætir Sigrún við. „Hvorki eldspýtur, kveikjara né kerti.“ Þá höfðu þau nýlega tekið batteríin úr reykskynjaranum þar sem hann var byrjaður að gefa frá sér hljóð sem merki um að batterí vandaði. Það var næst á dagskrá að kaupa ný batterí. „Það eru stærstu mistök sem þú getur gert, því ef pabbi minn hefði ekki verið þarna þá er mjög líklegt að við værum ekki hérna í dag,“ segir Ásgeir.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar. 10. maí 2020 09:59