Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:09 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.
Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira