Þorbjörg Sigríður fyllir skarð Þorsteins í þingflokki Viðreisnar Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09